Æfingabúðir í Judo á Blöndósi

Lagt var af stað klukkan 08:00 laugardaginn 21.apríl frá júdósalnum okkar á Selfossi til Blöndósar.
Eftir æfingu sem var frá 14:00 til 15:30 bauð Júdófélagið Pardus á Blöndósi þáttakendum í sund þar sem hægt var að slaka á í heitum pottum, synda eða renna sér niður rennibrautirnar á staðnum. Eftir sundið fóru allir á leiksvæðið þar sem leiktækin voru reynd. Dagurinn endaði svo á pístuveislu í boði Pardusar. Um kvöldið var svo haldið í félagsmiðstöðina Skjólið þar sem allskonar afþreying var í boði.

Sunnudagurinn hófst svo með æfingu klukkan 10:00 um morguninn sem stóð til 11:30. Eftir æfinguna bauð UMF Selfoss öllum upp á pulsur og drykki í hádegisverð áður en heim var haldið.

Um 50. júdóiðkendur og þjálfarar tóku þátt í æfingabúðunum.
Júdódeild Blöndósar Pardus, Júdódeild UMF Tindastóll og Júdódeild UMF Selfoss.

Júdódeild Selfoss þakkar þeim sem stóðu að þessu kærlega vel fyrir.

Lesa má meira um ferðina hér

http://www.tindastoll.is/judo/moya/news/aefingabuidir-i-judo-a-blonduosi

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *